7 ára ábyrgð Kia er ein umfangsmesta ábyrgð sem völ er á. Í Þjónustuhandbók Kia og ábyrgðarskilmálum er að finna greinargóða lýsingu á ábyrgðinni, skyldum Kia, Öskju og Kia eigenda, upplýsingar um það sem ábyrgðin nær og nær ekki til, ábyrgð gagnvart gegnumtæringu, ábyrgð á varahlutum, takmörkun ábyrgðar, skýrslur um reglubundið viðhald, ryðvarnareftirlit, skýrslur um endurnýjun kílómetrateljara, síma- og netfangaskrá, upplýsingar um þjónustutíma deilda, auk annarra hagnýtra upplýsinga.
Til að uppfylla ábyrgðarskilmálana þarf að fara með Kia bifreiðina þína í reglubundið þjónustueftirlit samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af.
Viðurkenndir þjónustuaðilar fyrir Kia á Íslandi má finna hér
.
Þú ferð með Kia bifreiðina þína ásamt þessari þjónustuhandbók til viðurkennds þjónustuaðila Kia. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Kia geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð, en við mælum með því að þú leitir til þess aðila sem þú keyptir bifreiðina af, ef nokkur kostur er – það hjálpar til ef þeir þekkja til þín og Kia bifreiðarinnar þinnar.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur ábyrgðarskilmálana nánar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Það sem aðgreinir Kia frá öllum öðrum bílum felst í þremur orðum: 7 ára ábyrgð. Við erum í fararbroddi á markaðnum með þessa yfirgripsmiklu ábyrgð sem endurspeglar um leið þá tiltrú sem við höfum á hverjum þeim bíl sem er framleiddur af Kia. Ábyrgðin færir þér fullkomna hugarró ekkert skemur en í 7 ár.